Snyrtivörur
Gerviaugnhár
Depend Eyelashes wispy Swea
Fölsk augnhár sem eru löng og í skemmtilegum stíl fyrir aðeins dramatískara útlit. Létt og þægileg augnhár sem eru auðveld í notkun.
998 kr.
Vöruupplýsingar
Fullkomnaðu förðunina með fölskum augnhárum frá Depend. Svea Wispy augnhárin eru í vinsælum stíl sem gefur góða fyllingu og verður útkoman náttúruleg og falleg. Handgerð úr náttúrulegu hári (ekki úr dýrahárum), Hárin eru sérstaklega valin til þess að tryggja gæði. Augnhárin eru sveigjanleg og einstaklega létt og meðfærileg sem gerir þau þægileg í notkun. Hægt er að nota augnhárin oftar en einu sinni. Í pakkanum fylgir augnháralím án latex, sem er gott fyrir þá sem eru með viðkvæm augu og með ofnæmi. Ítarlegar notkunarleiðbeiningar eru í pakkanum.
Notkun
Augnháralím: Acrylates/Ethylhexyl Acrylate Copolymer
Innihaldslýsing
- Setja skal fölsku augnhárin á, eftir að búið er að farða augun, en áður en maskari er borin á augnhárin.
- Fölsku augnhárin eru fjarlægð varlega úr umbúðunum. Passa skal að nota augnhárin sem eru merkt "Right" á hægra augað og "Left" á vinstra augað.
- Máta skal fölsku augnhárin við augun, ef þau eru of löng þá á að klippa af ytri endanum á falska augnhárinu.
- Gott er að sveigja fölsku augnhárin aðeins til þess að gera ásetningu auðveldari.
- Þunn lína af lími er borin á fölsku augnhárin neðst þar sem þau festast við húðina. Bíða skal í 10-15 sekúndur til þess að límið nái að virkjast.
- Leggið fölsku augnhárin á húðina eins nálægt hárrótinni af þínum eigin augnhárum
- Gott er að ýta niður á augnhárin til þess að þau festist almennilega á húðinni. Gott er að bera smá maskara á til þess að náttúrulegu augnhárin blandist betur við fölsku augnhárin.