Hoppa yfir valmynd
Snyrtivörur

Maskar

BIOEFFECT Imprinting Eye Mask

Nærandi augnmaski fyrir viðkvæmu húðina umhverfis augun. Hýalúronsýra og glýserín veita húðinni mikinn og djúpvirkan raka auk þess að draga úr þrota. Gelkennd áferðin hefur bæði kælandi og róandi áhrif. Augnmaskinn er sérstaklega þróaður til að hámarka virkni EGF í vörum BIOEFFECT.

4.398 kr.

Vöruupplýsingar

Imprinting Eye Mask veitir húðinni umsvifalausan og djúpvirkan raka auk þess að þétta hana, slétta og mýkja. Augnmaskinn inniheldur hýalúronsýru og glýserín í ríku magni – tvö áhrifarík og náttúruleg efni sem auka ljóma og efla hæfni húðarinnar til að viðhalda raka. Augnmaskinn er sérstaklega þróaður til að efla og hámarka áhrif EGF Eye Serum. EGF er prótín sem hefur mesta virkni í röku umhverfi. Þeim mun lengur sem yfirborð húðarinnar helst rakt, því meiri verða áhrifin. Þegar Imprinting Eye Mask er notaður með EGF Eye Serum skapast kjöraðstæður fyrir EGF sem hámarkar áhrif og virkni prótínsins.

Innihaldslýsing

WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CHONDRUS CRISPUS EXTRACT, SODIUM HYALURONATE, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, SUCROSE, HYDROGENATED POLYDECENE, POTASSIUM CHLORIDE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA