Vöruupplýsingar
Bimuno er ein mest rannsakaða GOS vara sinnar tegundar og styðja yfir 100 ritrýndar vísindagreinar góð áhrif vörunnar. GOS er skammstöfun fyrir galaktósafjölsykrur.
Bimuno hefur verið rannsakað í yfir 20 klínískum rannsóknum sem sýna að varan styður við heilsu og vellíðan.
Bimuno var þróað með það að markmiði að fæða, næra og örva góðu bakteríurnar í neðri hluta meltingarvegarins. Bimuno er fæðan þeirra og með því að bæta Bimuno við fjölbreytta fæðu gerir þú það að verkum að góðu bakteríunum fjölgar.
Notkun
Bimuno er bragðlaust duft sem má blanda í vökva og drekka eða hella yfir mat.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Betri melting