Hoppa yfir valmynd
Vítamín

Járn

Amino Jern 21mg 100stk

aminoJern byggir á einkaleyfavarinni tækni þar sem að járnsameindin er umkringd amínósýrum. Þannig fæst mun betri nýting á járninu og það án óþæginda frá maga.

3.698 kr.

Vöruupplýsingar

Í aminoJern er sérstakt einkaleyfisvarið járnefnasamband sem kallast Ferrochel. Í Ferrochel er járnsameindin umkringd tveimur amínósýrum, einni á hvorri hlið sem mynda svokallað tvípeptíð. Þegar þú tekur inn þetta form af járni mun líkaminn þekkja tvípeptíðið sem frásogast mjög auðveldlega í gegnum þarmavegginn og járnið fær að fara sem einskonar laumufarþegi með. Þegar upptaka hefur átt sér stað, skilja amínósýrurnar sig frá og járnið tilbúið til notkunar. Þannig verður upptaka járnsins betri en á almennum járn bætiefnum og magavandamál úr sögunni.

Í flestum járn fæðubótarefnum er járnið losað í þörmum, en þarmarnir eru ekki mjög góðir í að taka upp hreint járn og getur valdið óþægindum að þeim sökum og mikið af járninu skolast því einfaldlega í klósettið. aminoJern byggir upp járnbirgðir líkamans á skilvirkan hátt og frásogast allt að fjórum sinnum betur en hefðbundin járn bætiefni. aminoJern veldur venjulega ekki óþægindum eins og ógleði, hægðatregðu eða niðurgangi. Þú getur tekið aminoJern hvenær sem þú vilt en helst með mat. Ólíkt hefðbundnum járn fæðubótarefnum hindrar önnur inntaka matar ekki frásog járnsins.

Notkun

Ein tafla daglega.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: Æska og heilsa ehf.

Innihaldslýsing

Ferrochel® bisglycinat chelat aminoJern inniheldur hvorki glúten, sykur, né dýraafurðir.