Vöruupplýsingar
Eitt besta magnesíumformið til að vinna gegn magnesíumskorti er magnesíum glýsínat. Það er auðnýtanlegt og frásogast vel í smáþörmunum og hefur því minni hægðalosandi áhrif samanborið við önnur form magnesíums. Magnesíum glýsínat er samsetning magnesíums og amínósýrunnar glýsíns sem er uppbyggingarefni prótíns í líkamanum og stuðlar einnig að betri svefni. • Nauðsyn fyrir gott andlegt jafnvægi og vinnur gegn streitu • Talið að hafi ekki hægðalosandi áhrif eins og önnur form af magnesíum, t.d. eins og magnesíum oxíð (oxide) • Virkar slakandi og bætir svefn • Stuðlar að eðlilegri slökun vöðva og vinnur gegn sinadráttum og fótaóeirð • Hefur góð áhrif á hjarta og æðakerfi • Getur unnið gegn of háum blóðþrýstingi • Nauðsyn fyrir sterk bein og tennur. Magnesíum stuðlar einnig að auknum svefngæðum svo blanda þessara tveggja efna býður upp á tvíþættan ávinning þegar kemur að svefni. Magnesíumglýsínat hefur þar að auki slakandi áhrif á hug og líkama og stuðlar að léttara skapi. Milt fyrir magann og meltingarveginn. Magnesíumglýsínat hefur sama ávinning og aðrar tegundir magnesíums en það frásogast betur og er ólíklegra til að hafa áhrif á hægðirnar eða valda niðurgangi. Þar sem hægt er að taka inn meira magnesíumglýsínat án þess að það hafi hægðalosandi áhrif er auðveldara að taka inn áhrifaríkan skammt. Einnig er hægt að taka inn lægri skammt magnesíumglýsínats samanborið við önnur form vegna þess að það frásogast betur.
Glútenlaust, vegan og BPA frítt.
Notkun
1 hylki á dag
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Avita ehf
Innihaldslýsing
Magnesíum Glýsínat 120 mg, ConcenTrace® 100 mg