
Vöruupplýsingar
Þorskalýsi inniheldur A- og D-vítamín sem styrkja vöxt tanna og beina, hafa góð áhrif á sjónina og byggja upp viðnám gegn ýmsum kvillum. Það er auðugt af omega-3 fitusýrum og víða um heim er verið að rannsaka áhrif þeirra á ýmsa sjúkdóma, svo sem sóríasis, astma, hjarta-, geð- og gigtarsjúkdóma. Niðurstöður rannsóknanna hafa vakið mikla athygli og sýna að fitusýrurnar koma líkamanum til góða á mörgum sviðum. Þær skýra hollustu lýsisins sem löngum hefur verið kunn meðal Íslendinga.
Notkun
3 ára og eldri 3-4 perlur á dag
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Lýsi hf
Innihaldslýsing
Þorskalýsi (500 mg), gelatín (nautgripa), rakaefni (glýseról), A-vítamín (retínól palmítat), D-vítamín (kólekalsiferól). Í hverri perlu eru 500 mg af þorskalýsi.