
Vöruupplýsingar
Bio-Kult Pro-Cyan er háþróuð þrívirk formúla fyrir heilbrigða þvagrás. Inniheldur sérvalda góðgerlastofna, trönuberja ekstrakt og A vítamín sem styrkir ónæmiskerfið. Trönuber hafa lengi verið talin hafa fyrirbyggjandi áhrif á þvagfærin en efni í þeim (proanthocyanidins (PACs)) getur hindrað að E.Coli baktería nái fótfestu í slímhúð þvagrásar.
Notkun
1 hylki tvisvar á dag með máltíð fyrir 12 ára og eldri. 1 hylki á dag með máltíð fyrir börn 5-11 ára. Bio-Kult Pro-Cyan inniheldur A-vítamín, mælt er með að barnshafandi konur ráðfæri sig við fagaðila áður en góðgerla er neytt.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Artasan ehf
Innihaldslýsing
Cranberry extract (Vaccinium macrocarpon) Bulking agent: microcrystalline cellulose Capsule: vegetable (hydroxypropyl methylcellulose) Live bacteria (milk, soya)- see strains below Vitamin A (retinyl acetate) Live bacterial strains: Lactobacillus acidophilus PXN® 35™ Lactobacillus plantarum PXN® 47™