
Vöruupplýsingar
Öflugur úði sem frásogast og nýtist hratt og vel. Vinnur gegn þreytu og sleni. Stuðlar að betri andlegri líðan Vinnur gegn minnistruflunum. Styrkir ónæmiskerfið
Fyrir hverja er Nordaid B12 vítamín munnúði?
- Alla sem eru þreyttir og orkulausir.
- Þá sem þjást af streitu
- Þá sem nýta illa B12 úr fæðu og/eða töflum
- Eldra fólk, sem þarf sérstaklega að huga að B12 inntöku
- Þá sem taka magalyf, sem geta komið í veg fyrir upptöku á B12
- Alla sem vilja tryggja að þau vítamín sem notuð eru, nýtist líkamanum sem skyldi
GMP vottað
Notkun
Þrír úðar á dag gefa 1200 mcg af B12 vítamíni.
Þegar munnúðinn er notaður í fyrsta skipti er gott að ýta nokkrum sinnum á úðahausinn til að fá vökvann upp í rörið. Hristið glasið fyrir notkun. Úðið undir tunguna eða innan á kinnina.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Mulier Fortis ehf
Innihaldslýsing
B12 Methylcobalamin – 1200 mcg í þremur úðum. Að auki: Hreinsað vatn, stevía, sítrónusýra, kalíumsorbat, náttúrulegt mentol og minta