Hoppa yfir valmynd
Vítamín

Liðir og bein

Benecta Freyðitöflur 20stk

Hjálpar til við að draga úr hversdagslegum einkennum öldrunar eins og stirðleika, verkjum og þreytu.

3.998 kr.

Vöruupplýsingar

Benecta byggir á íslensku hugviti og er afrakstur meira en tíu ára rannsóknar- og þróunarvinnu á kítófásykrum, notkun þess og ávinningi. Reynslan bendir til þess að ein freyðitafla af Benecta á dag geti hjálpað til við að draga úr hversdagslegum einkennum öldrunar eins og stirðleika, verkjum og þreytu. Benecta er framleitt úr náttúrulegum kítófásykrum og er óhætt að nota það samhliða öðrum fæðubótarefnum.

Benecta er ekki ætlað ófrískum konum eða einstaklingum með skelfiskofnæmi.

Benecta kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu.

Notkun

Ein freyði tafla á dag leysist upp í glasi.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: Genís

Innihaldslýsing

Sýrustillir (natríumkarbónat), sýra (sítrónusýra), kítófásykur (unnar úr skelfiski), C- vítamín (L-askorbínsýra), bragðefni, sætuefni (súkralósi), D vítamín (kólíkalsíferól) og litarefni (ríbóflavín). Án gervibragðefna og rotvarnarefna.

Ábyrðaraðili: Genís