
Vöruupplýsingar
E-vítamín er fituleysanlegt vítamín og þar sem frumuhimnurnar eru byggðar af fitulípíðum þá verndar það frumurnar gegn skemmdum. E- vítamín er líka hægt að nota útvortis til að draga úr sýnileika t.d öra og slits á húðinni, þá er perlan opnuð og borin á þau svæði sem við viljum laga. E-vítamínið frá Gula miðanum er besta nýtanlega form E-vítamíns D-alpha tocopherol og nýtist það líkamanum best. Til að nýta betur upptöku E-vítamíns er gott að taka Sink með því.
Notkun
1 perla á dag með mat.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Heilsa
Innihaldslýsing
Innihald í 1 hylki: E vítamín olía (d-alpha tocopheryl) 400AE/294mg. Önnur innihaldsefni: Gelatín, glycerol, vatn, sólblómaolía.