Hoppa yfir valmynd
Vítamín

Fólinsýra

Guli Miðinn Fólinsýra 60stk

Barneignir, Fólínsýra, Hjarta og æðakerfi, Hormónajafnvægi, Ónæmiskerfið, Taugakerfið

1.198 kr.

Vöruupplýsingar

Fólinsýra tilheyrir flokki B-vítamína og er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi líkamans. Fólínsýra þykir nauðsynleg öllum til að viðhalda heilbrigði hjarta-og æðakefis og fyrir eðlilegan blóðbúskap. Fólinsýra getur hjálpað til við orkuvinnslu fæðu svo að líkaminn geti nýtt fæðuna sem best. Fólk sem er undir miklu álagi og streitu getur verið í meiri hættu á að líða skort á fólínsýru en skortur getur lýst sér sem þreyta, pirringur, höfuðverkur og minnkuð matarlyst. Ýmis lyf geta valdið skorti á fólínsýru, meðal annars sýrubindandi lyf og getnaðarvarnarlyf.

Notkun

1 jurtahylki á dag með mat.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: Heilsa

Innihaldslýsing

Innihald í 1 hylki: Fólínsýra 400mcg, B12 vítamín (cyanocobalamin) 10mcg.

Önnur innihaldsefni: Microcrystalline cellulose, maltodextrin, hypromellose, dicalcium phosphate, jurta magnesíum sterat, kísil díoxíð.