Vítamín
D-Vítamín
SOLARAY D-Vítamín 30mcg 1200iu100stk
Solaray D vítamín 1200 AE. D-vítamín er nauðsynlegt bætiefni fyrir okkur Íslendinga, þar sem við náum ekki að vinna það úr sólarljósinu nema stuttan tíma á ári. D vítamín er nauðsyn fyrir eðlilega beinþéttni, ónæmiskerfið, blóðsykurs og þyngdarstjórnun, taugakerfið, lundina, verkjastjórnun og margt fleira.
2.098 kr.
Vöruupplýsingar
D-vítamín er stundum kallað sólarvítamín vegna þess að húðin framleiðir það þegar hún verður fyrir áhrifum útfjólublárra geisla sólarljóss. Auk þess fáum við D-vítamín úr fæðunni. D-vítamín er fituleysanlegt þ.e. líkaminn geymir umframmagn af D-vítamíni í lifrinni til betri tíma. Fólk á norðlægum slóðum þarfnast aukins D-vítamíns á veturna vegna þess hve stutt dagsbirtu nýtur þá við. D vítamín er nauðsynlegt fyrir eðlilegan beinvöxt og til að styrkja beinin, það stuðlar að betri upptöku á kalki, fosfór og fleiri steinefnum.
Notkun
Eitt hylki á dag.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Heilsa