Vítamín
Hár-húð og naglavítamín
SOLARAY Silica Plus 90stk
Silica, öðru nafni kísill, er öflug hjálp gegn hárlosi og mikilvægur fyrir heilbrigði, nagla, húðar, beina og liða. Hann styrkir einnig meltingu og er talinn bólgu og bakteríueyðandi.
3.598 kr.
Vöruupplýsingar
Silica öðru nafni kísill hefur oft verið kallað gleymda næringarefnið. Silica er eitt algengasta steinefnið á yfirborði jarðar og það er jafnframt mikilvægt næringarefni fyrir heilbrigði fólks. Það er eitt af nauðsynlegum næringarefnum til vaxtar og viðhalds lifandi vera. Kísill örvar efnaskipti og myndun fruma. Hann styrkir allan bandvef, er bólgu- og sýklaeyðandi auk þess að vera gleypinn og lyktarbindandi. Kísill er sérstaklega mikilvægur fyrir heilbrigði hárs, nagla, húðar, beina og brjósks. Einnig er talið að hann geti unnið gegn hjartasjúkdómum, og beingisnun. Kísill örvar ónæmiskerfið til að hjálpa líkamanum við að berjast við sjúkdómsvaldandi boðflennur.
Notkun
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Heilsa