Hoppa yfir valmynd
Vítamín

Fjölvítamín

Númer Eitt Kona 45+ Bætiefnabox 30 skammtar

JAFNVÆGI - ORKA - VELLÍÐAN Fjölvítamín- og steinefnablanda með auka magnesíum, omega 3 úr laxi og sérvalinni jurtablöndu sem stuðlar að jafnvægi og góðri orku.

10.998 kr.

Vöruupplýsingar

Kona 45+ hentar mjög vel fyrir konur yfir fertugu sem ef til vill finna fyrir hormónabreytingum. Bætiefnablandan inniheldur m.a. öfluga blöndu B-vítamína, C-vítamín, A-vítamín, K2-vítamín, joð, sink, selen og magnesíum sem allt eru næringarefni sem eru ákaflega mikilvæg fyrir jafnvægi á hormóna- og taugakerfi sem og fyrir viðhald beina, liða og húðar.

Hvert einasta innihaldsefni í blöndunni er valið af kostgæfni og næringarefnin eru fengin beint úr náttúrunni. Þannig stuðlum við að hámarksnýtingu og höldum okkur fjarri óþarfa aukefnum.

• KONA 45+ er sérhönnuð blanda fyrir konur sem eru byrjaðar að upplifa hormónabreytingar af völdum breytingaskeiðsins.

• Blandan inniheldur fjölvítamín- og steinefnablöndu á fæðuformi (food state), D-vítamín, magnesíum, omega 3 úr laxi og jurtablöndu með burnirót og rauðsmára.

• KONA 45+ inniheldur m.a. öfluga blöndu B-vítamína, C-vítamín, A-vítamín, K2-vítamín, joð, sink, selen og magnesíum sem allt eru næringarefni sem eru ákaflega mikilvæg fyrir jafnvægi á hormóna- og taugakerfi sem og fyrir viðhald beina, liða og húðar.

• Burnirót og rauðsmári eru þekktar lækningajurtir sem notaðar hafa verið um árhundruð vegna orkugefandi og hormónajafnandi áhrifa þeirra

Orka: B-vítamín, C-vítamín og magnesíum stuðla að eðlilegri orkumyndun og vinna gegn þreytu

Hormónajafnvægi: B-vítamín, joð, selen og sínk stuðla að hormónajafnvægi

Bein: C-vítamín, K-vítamín, D-vítamín, sínk, mangan og magnesíum stuðla að eðlilegu viðhaldi beina

Hár, húð og neglur: B-vítamín, C-vítamín, joð og selen stuðla að eðlilegu viðhaldi hárs, húðar og nagla

Ónæmiskerfi: D-vítamín, C-vítamín, sínk, selen, B-12 og fólat stuðla að eðlilegri virkni ónæmiskerfisins

Taugakerfi: B-vítamín, C-vítamín, joð, kopar og magnesíum stuðla að eðlilegri starfsemi taugakerfis

Hjarta: B12, B6, fólat C- og A-vítamín stuðla að heilbrigði hjarta- og æðakerfis

Blóðsykursjafnvægi: Króm stuðlar að viðhaldi eðlilegs glúkósamagns í blóðinu

Notkun

Hver poki er einn dagsskammtur og hann inniheldur 5 hylki og töflur, mælt með að taka bætiefnin inn með máltíð eða vatnsglasi.

Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.

Ábyrgðaraðili: Avita ehf

Innihaldslýsing

Hver poki er einn dagsskammtur og hann inniheldur 5 hylki og töflur

2 x blanda af burnirót (ekstrakt) og rauðsmára (ekstrakt). 1 x laxaolía úr villtum laxi - Omega 3. 1 x fjölvítamín- og steinefnablanda á náttúrulegu formi (Food state). 1 x D3 vítamín úr jurtaríkinu