
Vítamín
Barnavítamín
Probi Baby Meltingagerlar fyrir börn 30 bréf
Probi Baby mjólkursýrugerlar eru á duft formi sem hentar vel í grautinn eða drykkinn
3.698 kr.
Vöruupplýsingar
Börn þurfa ekki síður á mjólkursýrugerlum að halda en fullorðnir en góð þarmaflóra skiptir jafnframt gríðarlega miklu máli fyrir þau yngstu.
Probi Baby eru sérhannaðir mjólkursýrugerlar fyrir þarfir barna sem hafa það að markmiði að stuðla að heilbrigði meltingarvegarins. Probi Baby inniheldur mjólkursýrugerilinn Lactobacillus Rhamnosus 271, sem klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að virki vel til inntöku samhliða sýklalyfjum. Gerillinn virkar vel gegn meltingaróþægindum hjá börnum en tilteknir góðgerlar hafa umfram aðra, mótstöðu gegn bakteríudrepandi áhrifum sýklalyfja og komast því lifandi niður meltingarveginn án þess að lyfin hafi mikil áhrif á þá.
Probi Baby er sérlega áhrifarík en mild blanda sem hentar þeim allra yngstu.* Duftið má svo sem bera á geirvörtur áður en barn fer á brjóst eða blanda í mjólk eða vatn í pelann fyrir þau yngstu. Að auki má blanda duftinu í graut, jógúrt, safa og annan kaldan mat sem hentar.
Börn sem fæðast með keisaraskurði hafa oft á tíðum veikari þarmaflóru og eru þ.a.l. útsettari fyrir ýmsum kvillum en því er sérlega mikilvægt að gefa mjólkursýrugerla allt frá unga aldri.
*Fyrirburar, börn með sjúkdóma eða börn sem neyta lyfja ættu að hafa samráð við lækni fyrir notkun mjólkursýrugerla.
*Klínískar rannsóknir hafa verið gerðar á 11 daga gömlum börnum.
Notkun
Notkun góðgerla með sýklalyfjum
Sýklalyf koma ójafnvægi á þarmaflóruna og fjöldi óvinveittra baktería vex. Nauðsynlegt er að taka inn góðgerla samhliða sýklalyfjum til að viðhalda eðlilegu ástandi í þörmunum. Best er að láta líða að minnsta kosti 2-3 klukkustundir á milli inntöku sýklalyfja og góðgerla.
Notkun: 1 duftpoki á dag.
Ekki skal neyta meira en ráðlagður dagskammtur segir til um. Vítamín og bætiefni eru ekki ætluð til þess að lækna sjúkdóma eða að koma í veg fyrir þá og eiga ekki að koma í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu. Geymist þar sem börn hvorki sjá né ná til.
Ábyrgðaraðili: Artasan
Innihaldslýsing
Lactobacillus Rhamnosus 271